Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Obama og McCain jafnir
Barack Obama tilkynnir í fyrramálið eða á laugardaginn um varaforsetaefni sitt í forsetakosningunum vestan hafs. Obama hefur naumt forskot á keppinaut sinn John McCain samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum.
Obama og McCain ferðast nú vítt og breitt um Bandaríkin til að vinna hylli kjósenda enda virðist sem mjótt verði á munumum í forsetakosningunum í byrjun nóvember.
Tvær kannanir sem birtust í gærkvöldi og í morgun sýna nákvæmlega sömu niðurstöðu. Obama hefur þriggja prósentustiga forskot á McCain, fjörutíu og fimm prósent á móti fjörutíu og tveimur prósentum. Það stefnir því allt í æsispennandi lokasprett í kosningabaráttunni.
Annars vegar könnuðu NBC sjónvarpsstöðin og Wall Street Journal hug kjósenda og hinsvegar CBS-stöðin og New York Times. McCain hefur saxað á forskot Obama en fylgið á landsvísu segir ekki alla söguna. Kosið er um kjörmenn í hverju ríki fyrir sig og keppinautarnir tveir munu leggja höfuðáherslu á þau ríki þar sem mjótt verður á mununum, svo sem Flórída og Ohio. (ruv.is)
Ljóst er,að forsetakosningarnar verða gífurlega spennandi. Miðað við skoðanakannanir getur hvort frambjóðandi sem er unnið.En hvor frambjóðandinn er æskilegri? Ég hygg,að betra sé fyrir Bandaríkin að fá Obama í stól forseta. Hann er demokrati og stendur fyrir frjálslyndari stefnu en McCain enda þótt sá síðarnefndi teljist hófsamur demokrati.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.