Ekkert athugavert við nám Gísla Marteins

Upplýst hefur verið,að Gísli Marteinn borgarfulltrúi verði við nám í Skotlandi í vetur.Hyggst hann sækja borgarstjórnarfundi hálfsmánaðarlega en víkur úr borgarráði og nefndum borgarinnar. Hann verður í forsætisnefnd borgarstjórnar sem annar tveggja varaforseta.

Það hefur verið gagnrýnt af mörgum,að Gísli Marteinn skuli ætla að  fljúga heim tvisvar í mánuði til þess að sækja borgarstjórnarfundi og þiggja laun sem borgarfulltrúi þó hann verði erlendis. Og einnig er það gagnrýnt,að hann skuli verða annar varaforseti borgarstjórnar og fá laun fyrir það.

Ég tek ekki undir þessa  gagnrýni.Eins og samgöngum og tækni er  háttað í dag tel ég,að Gísli Marteinn geti rækt skyldur sínar sem borgarfulltrúi þó hann verði við nám í Skotlandi. Hann getur sótt fundi borgarstjórnar og hann fær skjölin send út annað hvort í pósti eða  með e-mail.Hann getur því kynnt sér mál borgarstjórnar ytra og  borgarbúar sem vilja leita til hans geta sent honum tölvupóst eða hringt til hans.Hann getur því sinnt starfi borgarfulltrúa að fullu enda þótt betra sé að vera búsettur á landinu varðandi það starf en þar á móti kemur að hann á að geta haft gott næði ytra til þess að kynna sér borgarmálin.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Þá má spyrja til hvers í ósköpunum eru allir þessir varamenn ? og hver borgar allar flugferðirnar hans Gísla Marteins og hvað með mengunina, þetta er maður sem hefur stært sig af því að vera umhverfisverndarsinni, en það er búið núna.  Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa skoðun þína þar sem ég taldi að  þú værir raunsýnn & sanngjarn Alþýðuflokksmaður af gamla skólanum.

Skarfurinn, 22.8.2008 kl. 09:25

2 identicon

Gott hjá þér Björgvin að tala um þetta og víst ættir þú að þekkja þetta sjálfur fyrrverandi borgafulltrúi. Ég tek algerlega undir þetta með þér. Mér finnst heldur lágt lagst þegar menn eru að gera Gísla Martein tortryggilegan vegna þessa. Ég held að hvaða fyrirtæki sem er myndi fagna því ef einhver starfsmaðurinn hyggði á metnaðarfullt sérnám. Ég tala nú ekki um þegar það er algerlega um sérsvið viðkomandi fyrirtækis, eins og er nú í tilviki Gísla Marteins. Ég held apð öll almennileg fyrirtæki myndu gera allt til þess að halda í svoleiðis mann, en ekki reyna að flæma hann burtu eins og margir grimmustu fjölmiðlamennirnir greinilega vilja.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 10:45

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Tek undir þetta hjá þér Björgvin. Það þykir víst voðalega fínt að vera í pólitíska leikhúsinu og þá verða að menn að leika hlutverk flokkshjarðarinnar. Kann að meta þegar menn hafa manndóm til þess að vera heiðarlegir í pólitík .  

Sigurður Þorsteinsson, 22.8.2008 kl. 10:52

4 Smámynd: Áddni

Sæll Björgvin.

Það getur vel verið að með nútímatækni sé þetta allt mögulegt og auðvelt. Það sem að málið snýst um er siðferðisleysið og vanvirðinginn sem að borgarbúum er sýndur með að lýðræðislega kjörinn maður skuli leyfa sér þettta á kostnað borgarbúa.

Ef ég sem atvinnurekandi myndi standa frammi fyrir því að starfsmaður vildi taka sér ársleyfi til að sinna námi, myndi ég að sjálfsögðu ekki setja mig á móti því að viðkomandi gerði það. Svo framarlega sem að ég fengi tilbaka betri og öflugri starfskraft. Ég myndi hinsvegar setja athugasemd við það ef að starfsmaðurinn ákveddi þetta einhliða og heimtaði síðan laun og ferðakostnað!

Það að vinna í starfi þar sem að þú ert lýðræðislega kjörinn, setur sjálfkrafa þau skilyrði að ekki er hægt að haga sér eins og um einkarekinn rekstur sé að ræða. Það gilda einfaldlega aðrar reglur!

Mér finnst skoðun þín litast af því að þú berð enga virðingu fyrir peningum almennings, og það að þú í raun virðist styðja þetta segir mér einungis að þú ættir að halda þig langt í burtu frá MÍNUM peningum.

Áddni, 22.8.2008 kl. 11:03

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Spurning hvort að þetta útskýri að einhverju leyti hvers vegna borgarmálin eru í svona slæmu standi. Fólk er einfaldlega ekki að vinna vinnuna sína.

Hrannar Baldursson, 22.8.2008 kl. 11:55

6 identicon

Ég sé þróunina alveg fyrir mér.  Á komandi árum koma borgarstjóri og borgarfulltrúar bara til með að dvelja á Spáni og í Karabíska hafinu og sækja fundi gegn um netið, hvort sem borgarstjórnar fundir eru eða aðrir nefndarfundir.. Og fá svo bara launin send þangað. Þeir geta jú verið í sambandi við alla þaðan.   Ekki satt???

Nei annars, kom on. Er ekki kominn tími á að setja stimpilklukku á liðið, og krefjast þess að menn vinni fyrir sínum launum. Siðferðið er ekki til hjá pólitíkusum lengur. Og ættu flokksforysturnar að skammast sín fyrir að hleypa þessu svona langt.

Á sama tíma og allir aðrir þurfa að borga fyrir sitt nám, er þetta svívirða.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband