200 starfsmenn vantar á frístundaheimilin

Tvöhundruð starfsmenn vantar nú á frístundaheimili fyrir börn á aldrinum 6 til 9 ára hjá Reykjavíkurborg. Langir biðlistar hafa myndast og foreldrar fá þau svör að börn komist inn eftir áramót.

Búið er að ráða 159 starfsmenn á frístundaheimili borgarinnar. Það eru helmingi fleiri en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir það vantar enn fjölda manna til að sinna þessum störfum nú þegar örfáir dagar eru í að frístundaheimilin taka til starfa. Foreldrar sem fréttastofa hafði samband við segja að svörin sem þeir fá séu að börnin komist inn í nóvember eða jafnvel ekki fyrr en eftir áramót.

Á heimasíðu Íþrótta og tómstundaráðs segir að búið sé að leita fjölmargra leiða til að ráða starfsmenn. Auglýst hafi verið reglulega í blöðum, á heimasíðum og utan á strætisvögnum. Þrátt fyrir þessar tilraunir hefur ekki tekist að manna í allar stöður, frekar en í fyrra.

Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Íþrótta og tómstundaráðs og í menntaráði, segir að tími sé kominn til að breyta þessu í eitt skiptið fyrir öll. (mbl.is)

Það er mjög slæmt að ekki hafi tekist að manna frístundaheimilin með nægu starfsfólki.Ástæðan er sú,að launin eru svoi lág., Það er sama ástæða og veldur því að erfitt er að fá fólk til umönnunar á

hjúkrunarheimili og spítala.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband