Laugardagur, 23. ágúst 2008
Ólafur vill fá gullið og þjóðsönginn
Það hefur aldrei áður gerst í sögu Ólympíuleikanna að lið frá jafnfámennri þjóð komist í verðlaunasæti í flokkaíþrótt. Aldrei áður hefur lið frá ríki með færri en eina milljón íbúa spilað úrslitaleik í handknattleik, körfuknattleik, knattspyrnu, blaki, sundknattleik, hokkí eða hafnabolta á leikunum.
Leikmenn liðsins og aðstandendur hafa að mestu haldið ró sinni og yfirvegun og í viðtölum við þá í Morgunblaðinu í dag kemur vel fram að þeir telja sig ekki hafa náð settu marki ennþá.
Verkefninu er ekki lokið, segir Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfari. Við stefnum á það að íslenski fáninn verði dreginn að húni í miðjunni, segir Guðjón Valur Sigurðsson.(mbl.is)
Vonandi verður Ólafi Stefánsyni að ósk sinni og þjóðin öll stendur á bak við hann í þeirri ósk.Frammistaða íslenska landsliðsins er frabbær og það er áreiðanlegt,að öll islenska þjóðin mun standa með landsliðinu þegar það spilar gegn Frökkum í fyrramálið. Áfram Ísland.
Björgvin Guðmundsson
„Ég vil fá gullið og þjóðsönginn“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.