Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
"Mikill munur á ríkisstjórnum"
Ingibjörg Sólrún Gísladóttoir,formaður Samfylkingarinnar,var gestur Helga Seljan í kastljósi í gærkveldi.Rætt var um utanríkismál,efnahagsmál,stóriðjumál,lífeyrismál æðstu embættismanna og þingmanna og velferðarmál.Helgi spurði hvort nokkur munur væri á Samfylkingunni og Framsókn í ríkisstjórn,hvort nokkuð hefði breytst í grundvallaratriðum.Ingibjörg Sólrún sagði,að það væri mikill munur.Mjög margt hefði breytst t.d. í velferðarmálum. Samþykkt hefði verið aðgerðaráætlun fyrir langveik börn,gert átak í lífeyrismálum almannatrygginga,þar hefði verið bætt verulega í,samþykkt áætlun um byggingu 400 nýrra hjúkrunarrýma fyrir aldraða o.s.frv.
Það er að sjálfsögðu rétt það,sem Ingibjörg Sólrún nefndi í velferðarmálum.Það hafa t.d. verið látnir auknir fjármunir í lifeyri aldraðra og öryrkja en það hafa fyrst og fremst verið látnir fjármunir til þess að draga úr tekjutengingum,til þess að bæta kjör þeirra lífeyrisþega,sem eru á vinnumarkaðnum. og afnema skerðingu vegna tekna maka.En það hefur lítið sem ekkert verið gert fyrir þá lífeyrisþega,sem hættir eru að vinna. Þeir hafa verið látnir sitja á hakanum. En það hefði átt að byrja á því að bæta kjör þeirra eða a.m.k að gera það samhliða.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.