Leiðrétting á lífeyri aldraðra ekki byrjuð

Nú hefur stjórnarsamvinna Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks staðið í   15 mánuði .Hverju hefur Samfylkingin komið fram? Það er  ekki mikið.Sumir ráðherrar flokksins eru að vísu ansi röskir og hafa afgreitt mál vel.Ég er  t.d. ánægður með orkulög Össurar..En lítið fer fyrir stórum stefnumálum jafnaðarmanna.Lítum á velferðarmálin. Dregið hefur verið úr tekjutengingum  vegna lífeyris aldraðra og öryrkja.Og skerðing tryggingabóta vegna tekna maka hefur verið afnumin.En leiðrétting á lífeyri aldraðra og öryrkja hefur ekki hafist.Í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks dróst lífeyrir aldraðra mikið aftur úr launum annarra þjóðfélagshóp.Samfylkingin boðaði í  kosningunum,að hún ætlaði að leiðrétta þetta.Sú leiðrétting hefur ekki byrjað þó flokkurinn hafi setið þennan tíma í ríkisstjórn.Ekki næst heldur að byggja  öll þau hjúkrunarheimili á tilsettum tíma,sem gefið var fyrirheit um.Áætlun um 400 rými hefur  þó verið samþykkt.Það hefurr verið unnið ágætt starf í öðrum velferðarmalim svo sem í þágu barna og ungmenna, í þágu geðfatlaðra. og fatlaðra.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband