Handboltastrákarnir fá 50 milljónir

Ríkisstjórnin ákvað á fundi í dag, að styrkja Handknattleikssamband Íslands um 50 milljónir króna. Var þetta gert að tillögu menntamálaráðherra vegna frækilegs árangurs íslenska landsliðsins í handbolta og einstæðs afreks á
ólympíuleikunum í Peking, að því er kemur fram í tilkynningu.

Íslenska handboltalandsliðið vann silfurverðlaun á ólympíuleikunum og lék um gullverðlaun við Frakka en tapaði þeim leik. 

Ólympíufararnir koma heim á morgun og býður ríkisstjórnin, Reykjavíkurborg og Íþrótta- og ólympíusamband Íslands til fagnaðarfundar íslensku þjóðarinnar. Ákveðin hefur verið ný akstursleið frá Skólavörðuholti en þaðan mun handboltalandsliðið leggja af stað í opnum vagni kl. 18 í fylgd lúðrasveitar, fánabera ungs íþróttafólks og lögreglu.

Ekið verður niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Arnarhóli. Þar verður haldinn fagnaðarfundur ólympíufaranna og íslensku þjóðarinnar sem er hvött til að fjölmenna og sýna íþróttafólkinu þakklæti sitt fyrir glæsilega frammistöðu á ólympíuleikunum í Peking.(mbl.is)

Ég tel það vel ráðið hjá ríkisstjórninni að styrkja HSÍ með myndarlegu fjárframlagi. Þetta er viðurkenning á góðri frammistöðu strákanna okkar og þeir eiga hana skilið.Væntanlega verður þeim vel fagnað á morgun þegar þeir koma til landsins.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is HSÍ fær 50 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband