Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Er komið nóg af álverksmiðjum?
Ég styð það að reist verði álverksmiðja í Helguvík.Undirbúningur er langt kominn og framkvæmdir raunar hafnar. Næg orka hefur verið tryggð. Það er því erfitt eða ókleift að stöðva framkvæmdir. Auk þess hafa Suðurnesjamenn og Reyknesingar orðið fyrir búsifjum,misst stóran vinnnustað,sem er varnarliðið á Keflavíkurflugvelli en áður var búið að selja nær alla þorskkvóta burt úr byggðarlögunum. Hins vegar er meiri spurning með álver við Bakka.Þar er undirbúningur mikið skemmra á veg kominn.Við skulum byrja á því að bíða eftir hinu samaeiginlega umhverfismati og sjá svo til. Ef unnt er að draga framkvæmdir þar nægilega lengi þannig að þær ógni ekki stöðugleika í íslensku efnahagslífi og útblástur úr verksmiðjunni verði innan marka þá kemur álverksmiðja þar til greina.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.