Heildareignir lífeyrissjóðanna 1700 milljarðar

Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðanna, þ.e. ávöxtun umfram verðbólgu, lækkaði töluvert á milli ára og var um 0,5% á árinu 2007 samanborið við um 10% árið 2006. Um 13% aukning var hins vegar á eigum lífeyrissjóðanna á milli ára og námu heildareignir þeirra tæplega 1700 milljörðum króna samanborið við um 1500 í árslok 2006. Samsvarar þetta um 7% raunaukningu miðað við vísitölu neysluverðs.

Þetta kemur fram í skýrslu Fjármálaeftirlitsins um ársreikninga lífeyrissjóða fyrir árið 2007. Í árslok 2007 voru 37 starfandi lífeyrissjóðir samanborið við 41 árið 2006. Sú fækkun er tilkomin vegna sameininga sjóðanna og er talið að sú þróun muni halda áfram. Á sama tíma hafa sjóðirnir verið að stækka og eflast og eru 10 stærstu lífeyrissjóðirnir með um 80% af heildareignum lífeyriskerfisins.

Iðgjöld lífeyrissjóðanna hækkuðu um 52% á milli ára eða úr 96 milljörðum króna í árslok 2006 í tæplega 146 milljarða króna í árslok 2007. Meginástæða þessarar miklu hækkunar er talin vera vegna hækkunar lágmarksiðgjalda til lífeyrissjóðanna úr 10% í 12%, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 129/1997, sem tók gildi 1. janúar 2007. Útgreiddur lífeyrir var 40 milljarðar árið 2006 en var rúmlega 46 milljarðar árið 2007.

Séreignarsparnaður í vörslu lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila á árinu 2007 jókst um 20% og nam 238 milljörðum króna samanborið við 198 milljarða í árslok 2006. Séreignarsparnaður í heild nam um 14% af heildareignum lífeyriskerfisins í árslok 2007. Iðgjöld til séreignarlífeyrissparnaðar hækkuðu úr 25,7 milljörðum króna í 32,6 milljarðar króna á árinu 2007, eða um 27%.(mbl.is)

Þetta eru gífurlegir fjármunir sem eru í lífeyrissjóðunum.Öðru hverju heyrast raddir um að nota eigi eitthvað af þessum peningum í annað en lífeyrisgreiðslur t.d. til bygginga elliheimila. en fara verður varlega í það.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Hrein raunávöxtun lífeyrissjóða lækkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband