Ríkisstjórnin verður að taka í taumana

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir svo m.a.:

Eitt brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu í þágu heimila og atvinnulífs. Markmið hagstjórnarinnar er að tryggja lága verðbólgu, lágt vaxtastig, betra jafnvægi í utanríkisviðskiptum, jafnan og öflugan hagvöxt og áframhaldandi trausta stöðu ríkissjóðs. 

Því miður hefur ekki tekist að tryggja lága verðbólgu og lágt vaxtastig. Ríkisstjórnin treystir á, að ástandið lagist af sjálfu sér, eða að markaðurinn lagi ástandið. En það er ekki unnt að treysta á það. Ríkisstjórnin verður að gripa inn í og " beita handafli". Þetta gerði mesta auðvaldskerfi heimsins Bandaríkin,miðstöð hins frjálsa markaðar. Ísland  verður einnig að taka í taumana. Við getum ekki látið verðbólguna æða áfram lengur og ekki gengur að láta vextina haldast áfram í hæstu hæðum. Þeir verða að lækka.Ríkisstjórnin getu gert margt til þess að lækka verðbólguna.Hún getur lækkað bensíngjaldið,lækkað tolla af innfluttum landbúnðarvörum o.fl.o.fl.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband