Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
ASÍ hefur áhyggjur af efnahagsástandinu
Alþýðusamband Ísland hefur þungar áhyggjur af stöðu efnahagsmála, að því er segir í ályktun miðstjórnarinnar í kjölfar verðbólgumælingar Hagstofunnar. Verðbólga hefur ekki verið hærri í tæpa tvo áratugi, en hún mælist nú 14,5%
Þá segir ASÍ mikil vonbrigði að opinberir aðilar skuli hækka gjaldskrár sínar og kynda þannig enn undir verðbólguna. Gerð er krafa um að ríki og sveitarfélög haldi núna aftur af gjaldskrárhækkunum sínum. Nú sé nauðsynlegt að allir axli ábyrgð á verbólguvandanum.
Í ályktuninni kemur einnig fram að forsendur kjarasamninga séu brostnar enda hafi þar verið gert ráð fyrir að böndum yrði komið á verðbólguna og kaupmáttur yrði varinn. Kaupmáttur dragist hinsvegar hratt saman og fjölskyldur standi frammi fyrir miklum vanda.
Miðstjórn ASÍ kallar enn eftir samstarfi ríkisstjórnar, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda, en segir undirtektir ríkisstjórnar hafa valdið vonbrigðum. Við höfum ítrekað kallað eftir samráði í vor og í sumar, sem byggist þá á því að menn setjist saman yfir viðfangsefnið og leiti lausna. Okkar reynsla er sú að það hafi oft skilað góðum og raunhæfum tillögum sem gengið hafa eftir, segir Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ.(mbl.is)
Eðlilegt er,að ASÍ hafi áhyggjur af efnahagsástandinu.Forsendur kjarasamninga eru brostnar og ríkisstjórnin gerir ekkert til þess að hamla gegn verðbólgunni.Gjaldskrárhækkanir eru miklar en stöðva mætti slíkar hækkanir.Kjör launþega versna nú stöðugt vegna verðbólgunnar.Það verður strax að gera einhverjar ráðstafanir.Það þolir enga bið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er rétt,að engin viðbrögð eru sýnileg af hendi ríkisstjórnarinnar.Verst er þó af öllu að Samfylkingin,sem flestir héldu að myndu hafa frumkvæði í ríkisstjórninni að leita leiða í úrlausnum í verðbólgu - og vaxtamálum er ekki heldur með lífsmarki.
Það er eins með Samfylkinguna núna og Alþýðufl.í Viðreisnarstjórninni,að samstarf við íhaldið dróg allan dug og framkvæmdagetu úr ráðherrum flokksins.Það þarf ekki að skýra þau mál fyrir þér Björgvin þú þekkir þau inn og út.
Kristján Pétursson, 27.8.2008 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.