30000 fögnuðu komu handboltastrákanna okkar

Það er ótrúleg gjöf að vera Íslendingur," sagði Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, þegar hann ávarpaði mannföldann á Arnarhóli nú undir kvöld. „Það eru bara 300 þúsund manns, sem hafa fengið þá gjöf."

 

Höldum áfram að breyta heiminum og virkja þá sköpunargáfu, sem býr í okkur og verum bara best," bætti landsliðsfyrirliðinn við.

Mikil stemmning var á Arnarhóli . Valgeir Guðjónsson  stýrði dagskránni og fjöldasöng. Mikill mannfjöldi var í miðbænum til að fagna landsliðinu, og áætlar lögreglan að 30 þúsund manns hið minnsta hafi komið þar saman. (mbl.is)

Það var ljóst af móttökunum,sem landsliðið   fékk,að þjóðin var virkilega stolt af frammistöðu  handboltaliðsins og vildi sýna það.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ótrúleg gjöf að vera Íslendingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband