Það er naumt skammtað til eldri borgara

Á heimasíðu Tryggingastofnunar má sjá hvað  ellilífeyrisþegar fá í lífeyri frá TR.  Einhleypur eldri borgari sem ekkert hefur í atvinnutekjur  og ekki er í lífeyrissjóði   fær 123.516 kr.á mánuði fyrir skatt og 113,430 kr. eftir skatt.Með þessari upphæð á hann að greiða húsaleigu eða húsnæðiskostnað,mat,föt,síma,skatta,rekstur bíls ef um hann  er að ræða og allan annan kostnað.Til viðbótar  þessu fær hann nú rúmar 8 þús. kr. á mánuði vegna örlætis ríkisstjórnarinnar  að greiða þeim,sem ekkert fá úr lífeyrissjóði uppbót á ellilífeyri.Þessi eldri borgari fær því samanlagt um 121 þús kr. á mánuði.Húsaleiga í dag fyrir 2 ja herb íbúð  er 100-120 þús. á mánuði.Örlitlar húsaleigubætur fást upp í hana en allir sjá,að það lifir enginn mannsæmandi lífi af þessum upphæðum.Það er ekki unnt að veita sér neitt af þessum peningum. Þetta er aðeins fyrir brýnustu nauðþurftum. Þannig fer eitt ríkasta land í heimi með eldri borgara sína.En á sama tíma getur ráðherra eytt 5 milj. kr. í að skreppa á olympíuleikana.

Sá eldri borgari,sem hefur  50 þús. úr  lífeyrissjóði á mánuði er lítið betur settur en framangreindur einstaklingur.Í raun heldur þessi eldri borgari ekki nema helmingi  af þessum lífeyrissjóðstekjum,þar eð lífeyrir frá TR er skertur um 25 þús. kr. vegna þessara tekna úr lífeyrissjóði.Þá er eftir að reikna skatt,sem verður að greiða af þessum lífeyrissjóðstekjum.Sá  einhleypur eldri borgari,sem hefur 50 þús. á mánuði úr lífeyrissjóði fær 111 þús. á mánuði frá TR fyrir skatt og 105 þús. á mánuði eftir skatt. Síðan bætast tekjurnar úr lífeyrissjóðnum við. Það er naumt skammtað til eldri borgara. Og  umbætur láta á sér standa. Umbætur koma aðeins til þeirra  sem eru á vinnumarkaði en ekki til hinna,sem ekki geta unnið eða telja sig vera búna að skila nægu vinnuframlagi til þjóðfélagsins. Skilaboðin til eldri borgara eru þessi: Farið aftur út að vinna.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband