Eru olíufélögin að misfara með frelsið?

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hefur óskað eftir upplýsingum um þróun verðlags á olíumarkaði frá Samkeppniseftirlitinu og Neytendastofu. Segist ráðuneytið hafa fengið ábendingar að undanförnu vegna þróunar á eldsneytisverði.(mbl.is)

Það er fagnaðarefni að viðskiptaráðherra skuli taka fyrir verðlagningu olíufélaganna á eldsneyti.Umboðsmaður neytenda tilkynnti einnig nýlega að hann mundi kalla á fulltrúa olíufélaganna til þess að ræða það sama.Mín skoðun er sú,að olíufélögin hafi farið mjög frjálslega með álagningarfrelsið á olíuvörum að undanförnu.Það hefur verið hækkað ótæpilega,þegar verð hefur hækkað erlendis og gengið  fallið en ekki lækkað eins rösklega að sama skapi þegar verð hefur lækkað erlendis eða krónan hækkað.Þá liggur .það fyrir, að álagning olíufélaganna hefur hækkað mjög mikið.Auk  þess breyta olíufélögin alltaf verðinu í takt eins og um samráð sé að  ræða .

 Ef oliufélögon  verða uppvís að því að misnota álagningarfrelsið og ef samkeppni er ekki næg milli þeirra á að svipta þau álagningarfrelsinu.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband