Ístak ætlar að segja upp 300 manns

Verktakafélagið Ístak hefur sent Vinnumálastofnun tilkynningu um að til standi að segja upp um 300 starfsmönnum vegna samdráttar í verkefnum. Loftur Árnason, forstjóri Ístaks, segir að ekkert liggi enn fyrir um hverjum verði sagt upp.

Hann sagði, að ef til þess kæmi að erlendum starfsmönnum yrði sagt upp myndi félagið standa við skuldbindingar sínar gagnvart þeim og greiða fyrir ferð þeirra til síns heima.

Tilkynna þarf hópuppsagnir til Vinnumálstofnunar með góðum fyrirvara. „Við ákváðum því að gera það núna,“ segir Loftur.

Uppsagnirnar taka gildi 31. október n.k en uppsagnarbréfin hafa ekki verið send út. Flestir starfsmenn fyrirtækisins eru á mánaðaruppsagnarfresti en sumir eru með skemmri frest. Búist er við að starfsmenn fái uppsagnarbréfin í hendurnar fyrir 1. október. (mbl.is)

Samdátturinn í  islensku efnahagslífi segir nú  til sín. Þessar yfirvofandi uppsagnir eru þær mestu

á þessu ári. En talið er að í haust og í vetur þrengi verulega að og mikið bætist við af uppsögnum. Ríkisstjórnin verður að gera einhverjar ráðstafanir til þess að auka atvinnu og draga úr atvinnuleysinu.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka Til baka


mbl.is Ekki liggur fyrir hverjum verður sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband