Þingmenn á gráu svæði

Tveir þingmenn,Jón Magnússon,Frjálslyndum,og Arnbjörg Sveinsdóttir,Sjálfstæðisflokki,tókust

 á í kastljósi RUV  í gærkveldi.Þau ræddu m.a. fund Samgöngunefndar alþingis í síðustu viku og gistingu á Hótel Kríunesi ,við Elliðavatn, í tengslum við fundinn. En það hefur verið gagnrýnt,að þingmennirnir skuli hafa gist á hóteli á höfuðborgarsvæðinu á kostnað alþingis í stað þess að gista heima hjá sér og spara skattgreiðendum hótelkostnaðinn o.fl. útgjöld. Arnbjörg taldi ekkert athugavert við þetta en Jón sló úr og í. Hins vegar gagnrýndi hann  menntamálaráðherra harðlega fyrir að eyða 5 millj. í ferðir á olympíuleikana.

Fram hefur komið,að samgöngunefnd hafi í sl. viku skoðað samgöngumannvirki á höfuðborgarsvæðinu  og haldið fundi á Hótel Kríunesi.Tíminn hafi nýtst vel með því að gista  á hótelinu.Ég tel þetta mjög hæpið.Hér er gáleysislega farið með  fjármuni ríkisins. Það hefði mátt spara  fjármuni með því að láta þingmennina gista heima hjá sér.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband