Föstudagur, 29. ágúst 2008
Neysluútgjöld komin í 250 þús.á mánuði hjá einhleypingum
Hagtofan birti í desember sl. niðurstöðu neyslukönnunar,sem sýndi meðaltals neysluútgjöld heimilanna í landinu.Samkvæmt þeirri könnun námu meðaltals neysluúgjöld einhleypinga 226 þús. á mánuði. Þetta er fyrir utan skatta.Frá því þessar tölur voru birtar hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11%.Miðað við það eru meðaltals neysluútgjöld einhleypinga nú komin í 250 þús kr. á mánuði.Til þess að hafa einnig fyrir sköttum þarf nokkuð yfir 300 þús. á mán. í tekjur.
Á sama tíma og neysluútgjöldin eru 250 þús. á mánuði ( skattar ekki með) er lífeyrir eldri borgara frá Tryggingastofnun 136 þús. á mánuði fyrir skatta.( ekki tekið tillit til uppbótar á eftirlaun,sem skerðir lífeyri frá TR).Það vantar því 114 þús. á mánuði til þess að lífeyrir aldraðra dugi fyrir meðaltals neysluútgjöldum samkvæmt könnun Hagstofu Íslands.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.