Pólverjarnir hverfa aftur heim

Sífellt fleiri Pólverjar leita nú á pólsku ræðismannsskrifstofuna á Íslandi eftir ráðleggingum og oftar en ekki aðstoð við að komast aftur heim til Póllands. Michal Sikorski ræðismaður segir að síðustu tvo mánuði hafi málum sem koma inn á borð til hans fjölgað gríðarlega.

Mikill meirihluti þeirra Pólverja sem hingað hafa komið síðustu ár er hér aðeins tímabundið til þess að vinna. Sikorski segir marga þeirra á heimleið nú fyrr en þeir höfðu áætlað vegna breytinga á vinnumarkaði. Þá hafi jafnvel Pólverjar sem fest hafi rætur á Íslandi ákveðið að snúa aftur heim í ljósi breyttra aðstæðna.

 

„Til mín hefur komið fólk sem hefur búið hér í 7-8 ár, er í góðri stöðu og talar reiprennandi íslensku. Þau segja það ekki þess virði lengur að vera um kyrrt, fyrir nokkrum árum hafi þau getað unnið sér inn fimm- eða sexfalt hærri laun en í Póllandi en nú eru þau aðeins tvöfalt hærri. Pólskur efnahagur hefur styrkst mjög en þar er enn mun ódýrara að lifa en hér. Þá finnst þeim ekki þess virði lengur að búa víðsfjarri ættingjum og vinum,“ segir Sikorski. (mbl.is)

Þetta kemur ekki á óvart. Vitað var,að flestir Pólverjanna,sem hér væri í vinnu,væru hér aðeins tímabundið.En nú hefur atvinna aukist í Póllandi og kaupið hækkað þar einnig. Munurinn er ekki eins mikill   og áður. Auk þess er fjöldi Pólverja,sem hér vinnur,sem sendir reglulega peninga til Póllands og gengisfall krónunnar hefur bitnað illa á þeim.Þetta er aðeins  enn eitt einkenni samdráttarins í ísl. efnahagslífi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband