Afnema verður sérréttindi æðstu embættismanna til eftirlauna

Lítið hefur   gerst í sumar varðandi  eftirlaunamálið,þ.e. afnám sérréttinda æðstu embættismanna og þingmanna til  eftirlauna. Ákveðið var sl. vor að nota sumarið til þess að ná samkomulagi  milli allra flokka um málið.En það hefir ekki orðið. Fulltrúar flokkanna hafa hittst en ekkert hefur gerst.Það gekk betur að koma eftirlaunaósómanum á. Það tók ekki nema 3 daga.

  Samfylkingin lofaði í aðdraganda kosninga að afnema ósómann. Fleiri flokkar hafa lofað  að afnema þessi sérréttindi.Ráðherrar,þingmenn og æðstu embættismenn eiga að hafa sams konar eftirlaun og aðrir landsmenn. Þessir aðilar eiga ekki að  hafa neitt betri eftirlaun en aðrir.Í þessim efnum á að ríkja jafnrétti. Það verður að afnema eftirlaunaósómann og það duga engin undanbrögð.

 

Björgvin Guðmundsson'

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Ég tek heilshugar undir þetta sem þú áréttar hér. Þennan eftirlaunaósóma verður að afnema. Eftirlaun þessa hóps verða  að taka mið af því sem gerist með eftirlaun, almennt í landinu..  Það tók þennan hóp sem þá sat á alþingi aðeins þrjá daga að renna þessum ósóma gegnum þingið. Og þessi sama valdastétt er síðan nokkuð samstíga með að eftirlaun hinna verst settu í þjóðfélaginu fylgi ekki einu sinni lágmarkslaunum í landinu - heldur dragist aftur úr öllum . Þau eru nú 121.000 kr/ mán. fyrir einhleyping eftir að skatturinn hefur tekið sitt. 

Sævar Helgason, 30.8.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband