Dagvöruverslun dregst saman

Emil B. Karlsson, forstöðumaður rannsóknarseturs verslunarinnar, við háskólann á Bifröst, segir framtíðarspá sýna 9% samdrátt í dagvöruverslun á þessu ári. Gera megi ráð fyrir svipuðum samdrætti í annarri verslun.

Velta í smásöluverslun jókst um 11% á föstu verðlagi í fyrra. Emil segir horfur í efnahagsmálum landsins gefa tilefni til framtíðarspár sem sýna muni minni dagvöruverslun þetta ár en á því síðasta. Líkur séu einnig á samdrætti í annarri verslun.

210 kaupsamningar verslunarhúsnæðis voru gerðir í fyrra, eða rúmum 40% fleiri en árið áður. Á síðustu 10 árum hefur rými undir verslunarhúsnæði stækkað um rúman helming. Emil telur góðæri verslunarmanna nú komið í nokkra biðstöðu. (ruv.is)

Þaðer ekkert undarlegt þó verslun dragist  saman eftir  yfir  30% gengislækkun krónunnar og stórfellda hækkun á öllum innfluttum vörum.Fólk hefur orðið að draga úr innkaupum og spara við sig.Hið háa eldsneytisverð á hér einnig hlut að máli.Það hefur hins vegar valdið undrun hvað neysla hefur lítið dregist saman fram að þessu.

Björgvin Guðmundsson

8

 


 

  •  

    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband