Mánudagur, 1. september 2008
Nyhedsavisen hætt
Útgáfu danska fríblaðsins Nyhedsavisen hefur verið hætt og kemur blaðið ekki út á morgun. Var starfsfólki blaðsins tilkynnt þetta í pósti frá framkvæmdastjóra blaðsins og ritstjóra í kvöld. Dótturfélag 365, áður Dagsbrún, Dagsbrun Media í Danmörku hleypti Nyhedsavisen, af stokkunum en það er nú í meirihlutaeigu Morten Lund. Stoðir Invest minnkuðu hlut sinn í útgáfufélaginu í júlí, úr 49% í 15%. (mbl.is)
Þar með er tilraun Íslendinga til þess að gefa út fríblað í Danmörku lokið.Hún mistókst. Reynslan af útgáfu Fréttablaðsins var það góð hér,að menn vildu reyna fyrir sér með hugmyndina á erlendum vettvangi. Gunnar Smári Egilsson,sem var ritstjóri Fréttablaðsins,var ráðinn til þess að stjórna útgáfu fríblaðsins í Danmörku og hlaut blaðið nafnið Nyhedsavisen Í upphafi þessa árs eignaðist danskur fjárfestir meirihluta i blaðinu en það gekk ekki og nú hefur útgáfunni verið hætt.
Björgvin Guðmundsson
Útgáfu Nyhedsavisen hætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.