Góður útvarpsþáttur Sigurðar G. Tómassonar

Útvarpsþáttur Sigurðar G. Tómassonar,gamals vinar míns úr borgarstjórn,er mjög góður. Þátturinn er á Útvarp Sögu.Sigurður spjallar við hlustendur, sem hringja til hans,hann les úr bókum og leikur góða tónlist,einkum  óperutónlist,fræga tenóra,sem unun er á að hlýða. Uppáhaldssöngvari Sigurðar er Jussi Björling,frábær söngvari. Þegar kemur að óperutónlist falla áhugasvið okkar Sigurðar saman.Ég hefi eins og Sigurður mjög gaman af fallegum óperum og tenórar eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ef til vill er það af þessum sökum,sem mér finnst þáttur Sigurðar sérstaklega góður.Ég hafði sem krakki og unglingur  mjög gaman af því að syngja og söng 13 ára gamall inn á hljómplötu,sem ég á enn.Það er mjög gaman að eiga þá plötu.

Ég vona,að Sigurður G.Tómasson  verði sem lengst með útvarpsþátt sinn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband