Stefnir í verkfall ljósmæðra

Ljósmæður eru ekki bjartsýnar á að lausn finnist í kjaradeilu þeirra við ríkið áður en verkfall skellur á á miðnætti á miðvikudag. Guðlaug Einarsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir ljóst að slíkt verkfall muni koma hart niður enda veiti ljósmæður nauðsynlega þjónustu.

Samninganefnd ljósmæðra hitti samninganefnd ríkisins á fundi sem hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan tvö. Honum lauk án árangurs um klukkustund síðar. Guðlaug segir enn bera mikið í milli og langt frá því að neitt hafi verið boðið sem ljósmæður geti sætt sig við. Það sé ljóst að þær standi fast á kröfum sínum enda séu þær að bjarga heilbrigðiskerfinu frá miklu stærri vanda síðar, það er manneklu í ljósmæðrastétt.(mbl.is)

Því miður bendir allt til þess að verkfall skelli á. Ljósmæður telja,að þær hafi alltof bág kjör.Þær eru með mikið lægri kjör en  hjúkrunarfræðingar.Í rauninni eru þær með verri kjör en sambærilegar stéttir innan BHM. Þær vilja fá kaup í samræmi við menntun sína. Mér finnst það sanngjörn krafa og styð hana.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Stefnir í verkfall ljósmæðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband