Mánudagur, 1. september 2008
1400 manns missa vinnuna
1400 manns hefur verið sagt upp störfum eða verður sagt upp á næstunni samkvæmt tilkynningum um hópuppsagnir,sem borist hafa Vinnumálastofnun.Stærsti hópurinn er hjá Ístak en þar hefur verið tilkynnt um uppsögn 200 manns.Einnig er m0rgum sagt upp hjá Íslandspósti og Kjötbankanum. Þeir sem til þekkja segja,að þetta sé aðeins byrjunum .Í haust og í vetur muni verða mikið um uppsagnir enda mikill samdráttur framundan í atvinnulífinu.Nauðsynlegt er,að stjórnvöld geri ráðastafanir til þess að sporna gegn atvinnuleysi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tad er posthusid sem er ad fara ad segja upp folki ekki Islandspostur :)
Guðborg Eyjólfsdóttir, 1.9.2008 kl. 19:25
Stærsti hópurinn er hjá Ístak = Pólverjar sem komu hingað til þess eins að vinna og senda hýruna heim til Póllands.
Guðmundur Björn, 1.9.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.