Fimmtudagur, 4. september 2008
Matthias baðst afsökunar
Matthías Jóhannessen,fyrrverandi ritstjóri Mbl., bað Guðjón Friðriksson afsökunar á rangri dagbókarfærslu,sem birtist í dagbók hans og varðaði Guðjón Friðriksson.Það var drengilega gert af Matthíasi .Ég tel,að leiðrétting þurfi einnig að koma fram vegna dagbókarfærslu hjá Matthíasi um sjúkrakostnað Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar en hún fór til lækninga í Bandaríkjunum. Gefið var í skyn í dagbókarfærslu,að éitthvað óeðlilegt væri við háan reikning fyrir sjúkrakostnaði Guðrúnar Katrínar í Bandaríkjunum.Ráðherrar voru tilgreindir,sem lýstu undrun á reikningnum.Fram hefur komið,að Tryggingastofnun ríkisins samþykkti að greiða sjúkrakostnað vegna meðferðar forsetafrúarinnar í Bandaríkjunum og var hann samkvæmt reglum. Það var því ekkert óeðlilegt við' umræddan reikning og ósmekklegt að gefa annað til kynna. Þetta þarf að leiðrétta.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.