Fimmtudagur, 11. september 2008
Hagvöxtur 5% á öðrum ársfjórðungi,m.a. vegna álframleiðslu
Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 5% að raungildi á 2. fjórðungi þessa árs frá sama tíma árið áður samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Á fyrstu sex mánuðum ársins er hagvöxtur talinn vera 4,1%. Í síðustu hagspá fjármálaráðuneytisins frá því í vor var spáð 0,5% hagvexti á árinu.
Þjóðarútgjöld drógust saman um 8% á öðrum ársfjórðungi, þar af einkaneysla um rösklega 3% og fjárfesting um tæp 26%. Samneysla óx hins vegar um tæp 4%. Þá er talið að útflutningur hafi vaxið um 25% en innflutningur hafi dregist saman um 12%.
Þessi þróun veldur því að verulega dró úr halla á vöru- og þjónustuviðskiptum samanborið við 2. ársfjórðung 2007 og skýrir þessi mikli bati vöxt landsframleiðslunnar á sama tíma og þjóðarútgjöld dragast saman.
Hagstofan segir, að þessi mikla aukning útflutnings og þar með landsframleiðslu á 1. og einkanlega á 2. ársfjórðungi eigi að stórum hluta rót sína að rekja til þess að álframleiðsla Fjarðaáls komi nú inn. Stækkun Norðuráls hafi einnig sitt að segja. Afar lauslega megi áætla að þessi framleiðsluaukning auki hagvöxt á 2. fjórðungi um rösk 2% og um ½ til 1% á 1. fjórðungi.( mbl.is)
Þessar hagvaxtartölur yfirstandandi árs benda ekki til neinnar kreppu.Á fyrstu 6 mánuðum ársins er hagvöxtur 4,1%.Samkvæmt þessum tölum ætti að vera unnt að bæta kjör þegnanna á grundvelli hagvaxtar.En við erum að rýra kjör launþega og það mikið.
Björgvin Guðmundsson
Hagvöxtur 5% á öðrum ársfjórðungi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skrítið Björgvin.
Ástæður þessa "óvænta" hagvaxtar er sögð aukin framleiðsla og útflutningur áls, sem er ávöxtur efnahagsstefnu fyrri ríkisstjórnar, sem var í algjörri andstöðu við svokallaða "Fagra Íslands" stefnu Samfylkingarinnar ofl.
Fagra Íslands stefnan virðist þó í reynd að ýmsu leyti hafa verið meira á orði en borði, sem betur fer, nema rétt fyrir síðustu kosningar.
Enn betur í hagvexti og efnahagslegri stöðu værum við Íslendingar líka staddir í dag ef misheppnaðir Samfylkingarforkólfar í Hafnarfirði og víðar hefðu ekki hindrað stækkun álversins í Sraumsvík.
Líklegt þykir mér, að þeir sem berjast fyrir og koma í gegn, sem allra fyrst, álveri í Helguvík og á Bakka, munu með sanni geta sagt og kynnt sína jákvæðu atvinnustefnu t.d. með heitinu "Íðilfagra Ísland".
Ávöxtur slíkrar stefnu er og verður áframhaldandi aukinn hagvöxtur og velmegun lands og þjóðar.
Kveðja
Guðm. R. Ingvason
Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.