Þing danskra jafnaðarmanna nú og 1954

Anna Pála Sverrisdóttir formaður UJ var meðal gesta á þingi danskra sósíaldemókrata í Álaborg síðustu helgi og naut mikillar stemmningar á þinginu, sem hafði einkunnarorðin„Vi kan, hvis du vil“: Við getum það ef þið viljið. Í pistli sem Anna Pála skrifar frá þinginu fyrir S-vefinn ( vef Samfylkingarinnar) segir hún að danskir jafnaðarmenn séu í góðu formi og segir þá ánægða með formann sinn, Helle Thorning-Schmidt, sem Samfylkingarmenn þekkja ágætlega frá heimsókn hennar á landsfundinn  hér í fyrravor. (S-vefur)

Þegar ég las  þessa  frásögn rifjaðist upp fyrir mér,að ég fór á flokksþing danskra jafnaðarmanna í Roskilde 1954.Hannibal Valdimarsson var þá formaður Alþýðuflokksins og sendi mig á þingið. Það var  mjög skemmtilegt að vera fulltrúi íslenskra jafnaðarmanna  á þinginu í Roskilde 1954.Það sem mér fannst skemmtilegast var hve mikið var sungið. Danskir jafnaðarmenn sungu baráttusöngva og það skapaði mikla stemmningu.Þarna voru H.C.Hansen,Viggo Kampmann,H.P Andersen og fleiri leiðtogar danskra jafnaðarmanna. Fluttar voru eldheitar barátturæður og öll helstu mál rædd. Þingið var mjög fróðlegt og ánægjulegt.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband