Föstudagur, 12. september 2008
Fjármálaráðherra stefnir ljósmæðrum!
Mikil reiði kom fram á félagsfundi ljósmæðra í gærkvöldi, yfir því að Árni Mathiesen fjármálaráðherra skuli hafa stefnt Ljósmæðrafélaginu fyrir ólöglegar uppsagnir í sumar og krefjist þess að þær verði dæmdar ólögmætar.
Uppsagnirnar fara að koma til framkvæmdar. Það blæs því ekki byrlega fyrir næsta samningafund deilenda, sem boðað hefur verið til í dag. Mikið annríki er á fæðingadeild Landsspítalans og þurfa sængurkonur að hafast við í rúmum frammi á gangi, en aðrar eru sendar heim nokkrum klukkustundum eftir fæðingu. (ruv.is)
Þetta er mjög óklókt hjá fjármálaráðherra að stefna ljósmæðrum fyrir uppsagnir. Hópuppsagnir fyrir atbeina stéttarfélags eru ólögmætar en hver og ein ljósmóðir getur sagt upp og ríkið neyðir ekki ljósmæður til að vinna.Það er ekki unnt að sanna,að um ólögmætar hópuppsagnir sé að ræða. Það eru ekki hópuppsagnir þó margar ljósmæður segi upp á svipuðum tíma.Ef fjármálaráðherra heldur að hann geti brotið ljósmæður á bak aftur með svona aðgerðum þá er það misskilningur. Þetta mun herða ljósmæður og getur leitt til margra mánaða verkfalls. Ef kjör ljósmæðra verða ekki leiðrétt uljósmæður hætta störfum og þá blasir við neyðarástand.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.