Er verið að blekkja eldri borgara?

Fyrir síðustu alþingiskosningar lögðu stjórnarflokkarnir mikla áherslu á það,að  kjör eldri borgara yrðu bætt verulega  með hækkun lífeyris.Samfylkingin barðist fyrir því,að lífeyrir aldraðra yrði hækkaður svo hann dygði fyrir framfærslukostnaði miðað við neyslukönnun Hagstofunnar.

Miðað við umræðuna um kjör eldri borgara mætti ætla,að ríkisstjórnin hefði verið að framkvæma framangreind kosningaloforð.Ríkisstjórnin hefur sagt,að hún hafi verið að bæta kjör aldraðra stórkostlega.Umbæturnar hafi kostað mikla fjármuni.En hvað hefur verið gert? Jú,það hefur verið dregið úr tekjutengingum,dregið  úr skerðingum.Kerfið hefur verið með þeim sérkennilega hætti,að þegar eldri borgari  hefur fengið greiddan lífeyri úr lífeyrissjóði,sem hann hefur safnað í,sparað í,alla æfi,hefur lífeyrir hans frá almannatryggingum verið skertur á móti.Og hið sama hefur gerst,þegar eldri borgari hefur haft atvinnutekjur.Þá hefur lífeyrir hans frá TR verið skertur vegna atvinnuteknanna.Nú þegar  dregið er úr þessum skerðingum segir ríkisstjórnin,að hún sá að hækka lífeyri aldraðra.Það er verið að minnka skerðingar en það er ekki verið að hækka lífeyri til allra eldri borgara  eins og lofað var.Það er blekking,þegar hamrað er á því að það sé verið að bæta kjör aldraðra einhver ósköp með því að draga úr skerðingum,sem aðeins gagnast minnihluta eldri borgara,ca. 1/3. Kjarabætur til aldraðra eiga að koma öllum eldri borgurum til góða en ekki hluta þeirra.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband