Á að herða reglur um innflytjendur?

Alger friður ríkir um flóttafólkið frá Palestínu,sem fengið hefur hæli á Akranesi. Fólkið er ánægt,það var tekið vel á móti því og þeir sem gerðu athugasemdir í upphafi hafa þagnað.Af og til blossar upp umræða um erlenda flóttamenn og erlent vinnuafl. Sumir vilja reyna að takmarka þennan straum fólks erlendis frá.Það er erfitt eða  ókleift,þegar um fólk frá EES er að ræða. En vissulega gætum við hert reglur um aðra útlendinga,sem hingað koma.Það hefur t.d. komið hingað talsvert af fólki frá Asíu. En þetta hefur yfirleitt verið duglegt fólk,sem hefur auðgað mannlífið hér. Svo ég veit ekki hvort ástæða er til þess að takmarka straum  innflytjenda frá Asíu eða löndum utan EES.En sjálfsagt er að athuga það. En reglum  um frjálsa  för fólks frá EES verður ekki breytt.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll Björgvin.

Málið er að Schengen landamærum hefur verið lokað. Ef þú væri ungur maður í dag og kynntist konu utan Schengen  þá hefur þú aðeins einn valkost. Þú verður að giftast henni til að þið fáið að vera saman. Og þú ert nú gamall embættismaður úr utanríkisþjónustunni, veistu hvað það er ömulegt fyrir fólk sem er fyrir utan Schengen svæðið að fá ferðamannaáritun til Íslands? yfileitt þarf fólkið að fara í norska eða danska sendiráðið til að fá áritun og það tekur 3 til 6 mánuði. Vissir þú það?

Einn íslendigur sem er giftur konu frá Kenía og býr í Englandi en ætlaði að eyða sumarfríinu hérna hjá okkur gafst upp og fór í Belgíska sendiráðið og fékk áritun samdægus. Og flaug þaðan til Íslands. Og Ingibjörg gerir ekkert í málunum, formaður vor.

kv

Sigurður Einarsson 

Sigurður Einarsson (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 11:18

2 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

´Segja okkur úr ees?Sviss getur lifað án ees

Alexander Kristófer Gústafsson, 13.9.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband