Sunnudagur, 14. september 2008
Ríkið þarf að stuðla að lækkun verðbólgunnar
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á opnum fundi í Valhöll í dag, að stærsta verkefnið um þessar mundir sé að ná verðbólgunni niður, hún væri óvinur heimilanna númer eitt og gerði fyrirtækjunum erfitt fyrir.
Geir sagði, að nýjar tölur frá Hagstofunni um hagvöxt sýndu, að Íslendingar væru ekki að upplifa þann samdrátt í efnahagskerfinu, sem menn spáðu. Samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum væri það kreppa þegar hagvöxtur væri neikvæður í tvo ársfjórðunga. Samkvæmt þessu er ekki rétt að
tala um kreppu hér á landi," sagði Geir.
Hann sagði, að upplifun almennings byggðist þó ekki á alþjóðlegum hagfræðiskilgreiningum heldur því hvernig verðlag og verðbólga hafi þróast. Geir sagði, að r íkisstjórnin hefði lagt mikla áherslu á að ná niður verðbólgunni og flestum bæri saman um að hún muni lækka hratt með haustinu. Hins vegar yrði mótvindur áfram.(mbl.is)
Ég er sammmála Geir um það að brýnasta verðefnið nú er að ná niður verðbólgunni.Háir stýrivextir Seðlabankans virðast ekki gagnast í því verkefni.Þar þarf eitthvað fleira að koma til.Ef til vill þarf ríkisstjórnin að lækka tolla til þess að auðvelda baráttuna við verðbólguna,t.d þarf að lækka gjöld af bensíni og lækka þarf eða afnema vörugjöld og tolla af innfluttum landbúnaðarvörum.Síðast en ekki síst þarf ríkið að stuðla að sátt milli aðila vinnumarkaðarins
Björgvin Guðmundss.
Ekki rétt að tala um kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.