Aldraðir: Kjaramálin hafa orðið útundan

Ásta Möller,alþingismaður,skrifar grein í Mbl. í dag og rekur afrek stjórnvalda 

i  þágu eldri borgara.Talar hún í því sambandi bæði um fyrrverandi ríkisstjórn og  núverandi 

stjórn.Geir Haarde forsætisráðherra vék einnig að aðgerðum ríkisstjórnar

i þágu aldraðra í Silfri Egils í gær. Ásta talaði mikið um fjölgun hjúkrunarrýma  ög aukna heimahjúkrun í grein sinni.Það er gott og blessað. Að vísu er fjölgun hjúkrunarrýma   á  þessu kjörtímabili fyrst og fremst áætlun enn sem komið er sem  ekki  er enn komin til framkvæmda.En látum það vera. Það er búið að  ákveða byggingu hjúkrunarrýma og það er vel.En það,sem hefur orðið útundan  í málefnum  aldraðra eru kjaramálin. Það er  ekkert  farið að leiðrétta lífeyri aldraðra enn og þó er stjórnin búin  að sitja í  16 mánuði.Það hafa engar almennar ráðstafanir í kjaramálum verið gerðar,þ.e. ráðstafanir,sem kæmu öllum öldruðum til góða.Það hefur verið dregið úr tekjutengingum og það gagnast þeim,sem eru á vinnumarkaði en ekkert hefur verið gert fyrir þá,sem eru hættir að vinna.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Björgvin. Þú ert góður og ötull talsmaður okkar eldri borgara og þökk sé þér fyrir það. Maður hefur verið að velta því fyrir sér þessa dagana, hvað mikið lífeyrir lífeyrissjóðanna verði skertur á næstunni, líklega verða þeir að láta skerðingar taka gildi fyrir áramót. Þegar raunávöxtun er komin niður fyrir 3,5% lágmarkið, er alveg ljóst að flestir verða að skerða. Svo eru þeir sjóðir, sem hafa treyst á að umframávöxtun af sama skala og hefur verið að undanförnu, myndi haldast og áætlað lífeyri umfram það sem þeir raunverulega gátu. Þar verður skerðingin enn meiri, því Fjármálaeftirlitið mun ekki leyfa þeim neitt "gambling" meira. Nú væri fróðlegt fyrir okkur hin sem erum ekki jafn vel að okkur og þú, og ekki eins ritfær, ef þú vildir í einhverjum af þínum næstu pistlum spá í þessa hluti með okkur.

Ellismellur (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband