Reiknivél TR reiknar rétt

Heimasíða Tryggingarstofnunar  er til fyrirmyndar og þar má sjá allar upplýsingar um bætur lífeyrisþega og reiknivélin reiknar á augabragði bætur hvers og eins.Samkvæmt reiknivélinni hafði einhleypur elliílifeyrisþegi,sem eingöngu hefur  bætur TR kr. 135.928.Eftir að 25 þús. kr. voru ákveðnar til viðbótar fyrir þá sem ekki eru í lífeyrissjóði (1.júlí) minnkuðu bætur einhleyps elllífeyrisþega í kr. 123.516.Að viðbættum 25 þús. krónunum höfðu þeir því kr. 148.516 eftir þá breytingu.Skv. nýju reglugerðinni fengu þessir eldri borgarar   1.484 kr. á mán til biðbótar.Þeir hafa alls 150 þús. á mánuði.Öryrkjar  fengu ekki 25 þús. krónurnar. Þeir fá því meira skv. reglugerðinni en eldri borgarar.
Reglugerð félagsmálaráðuneytis segir að 25 þús. kr. skuli teljast með bótum almannatrygginga við útreikning lágmarkstryggingar.Lífeyrir eldri borgara hækkar ekkert við það að telja þessa uppbæð með bótum trygginganna.Eldri borgarar voru búnir að fá  þessa upphæð áður og halda henni. Við látum ekki eldri borgara fá sömu upphæð tvisvar.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband