Laugardagur, 20. september 2008
Fiskiskipaflotinn knúinn útblæstri
Stjórnvöld hafa samið við japanska fyrirtækið Mitsubishi um þróun nýrrar tækni sem fyrirtækið býr yfir og gerir mönnum kleift að búa til nothæft eldsneyti úr útblæstri frá stóriðju.
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, beitti sér fyrir sér að þetta gæti orðið að veruleika eftir tíu ár ef að þessi tækni gangi upp í framkvæmd. Íslenski skipaflotinn gæti þá allur gengið fyrir útblæstri frá álverum og eitraðar gróðurhúsalofttegundir yrðu jafnframt skaðlausar.
Össur upplýsti þetta síðdegis þegar hann skrifaði undir viljayfirlýsingar um að nýir rafbílar frá Mitsubishi yrðu fluttir hingað til lands og prufukeyrðir við íslenskar aðstæður. Sett verða upp sérstök þjónustuver fyrir rafbíla en Hekla flytur þá inn þegar þeir koma á götuna árið 2010.(mbl.is)
Þetta er athyglisvert mál.En nær í tíma er notkun rafbíla.Þeir gætu komið hingað strax 2010 og segist Össur stefna að þvi að Íslendingar hætti alveg að nota bensín og olíur og noti í staðinn rafmagns,vetni o.fl. slík efni.
Björgvin Guðmundsson
Skipaflotinn knúinn útblæstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.