Laugardagur, 20. september 2008
Neysluútgjöld 226 þús.Aldraðir fá 130 þús.!
Við gerð almennra kjarasamninga í feb. sl. hækkuðu lágmarkslaun verkafólks um 16% og fóru í 145 þús. á mánuði.Lífeyrir aldraðra hækkaði hins vegar aðeins um 7,4% og fór í 136 þús. á mánuði.FEB í Reykjavík og 60+ í Samfylkingunni mótmæltu þessu og töldu að lífeyrir aldraðra hefði átt að hækka um sama hundraðshluta og lágmarkslaun hækkuðu um. en það gerðist bæði 2006 og 2003 við gerð kjarasamninga. Eftir þessa hækkun á lífeyri aldraðra nam hann sem hlutfall af lágmarkslaunum 94,74% en árið 2007 nam lífeyrir aldraðra sem hlutfall af lágmarkslaunum um 100%. Lífeyrir aldraðra hafði því lækkað frá árinu áður. 1.júlí . var
ákveðið að allir eldri borgarar skyldu fá a.m.k. 25 þús. kr. úr lífeyrissjóði eða ígildi þess..Ríkissjóður greiddi þessa hækkun,sem kölluð var uppbót á eftirlaun. Þessi greiðsla til aldraðra olli skerðingu á bótum almannatrygginga og greiðslan var einnig skattlögð. Landssamband eldri borgara taldi,að greiða hefði átt umræddar 25 þús. krónur út hjá Tryggingastofnun ( sem lífeyri eða uppbót) en þá hefði hún ekki valdið skerðingu annarra tryggingabóta.
Félags-og tryggingamálaráðherra gaf út reglugerð 16.sept.sl. um lágmarksframfærslutryggingu lífeyrisþega.Samkvæmt henni verður þessi trygging 150 þús. á mánuði fyrir skatta.( Eftir skatta 130 þús) Áður en reglugerðin var gefin út námu samanlagðar greiðslur til ellilífeyrisþega kr. 148.516 á mánuði. Með útgáfu reglugerðarinnar hækkar sú upphæð um kr. 1.484 á mánuði fyrir skatta.Það er ekki mikil hækkun. Það er smátt skammtað til eldri borgara að hækka lífeyri þeirra um 1.484 kr. á mánuði.Samkvæmt reglugerðinni er uppbótin á eftirlaun (25000 kr) flokkuð með tryggingabótum.Nemur hlutfall lífeyris af lágmarkslaunum því 103% nú eða sama hlutfalli og 1995..Það er tiltölulega lítill hópur eldri borgara,sem fær þessa rausnarlegu uppbót. nú Það eru þeir,sem ekki eru í lífeyrissjóði eða hafa aðeins 25000 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði.
Ekki verður sagt,að rausnarskapur ríkisstjórnarinnar gagnvart eldri borgurum sé mikill þrátt fyrir fögur fyrirheit fyrir kosningar.Ríkisstjórnin hafði af eldri borgurumaf kjarabætur,sem þeir áttu að fá strax eftir gerð kjarasamninga.Aldraðir fengu sömu hækkun og verkafólk 2003 og 2006.En í feb. sl. fengu þeir aðeins um helming eða 7,4% í stað 16%.Aldraðir eiga enn inni hjá ríkinu þennan mismun frá 1.febrúar.25 þús. krónurnar eru alveg óháðar kjarasamningum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti 25 þús kr. lífeyri eða uppbót á lífeyri til þeirra sem ekki væru í lifeyrissjóði.
Samfylkingin lofaði hins vegar fyrir kosningar að hækka lífeyri aldraðra í sem svaraði neysluútgjöldum einstaklinga samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar.Það þýðir hækkun í 226 þús. kr. á mánuði í áföngum.Þetta er án skatta..Er ekki kominn tími til að framkvæma þetta kosningaloforð?
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.