Sunnudagur, 21. september 2008
Sagan af 25 þús. krónunum
Síðasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti,að þeir eldri borgarar,sem ekki væru í lífeyrissjóði ættu að fá 25 þús. kr. á mánuði sem ígildi lífeyrissjóðsgreiðslna.Þetta var ágætt skref og vel meint en ljóst,að allt væri komið undir framkvæmdinni. Hinn 1.júlí tók framkvæmd á þessu gildi.Ákveðið var að umræddar 25 þús. kr. yrðu greiddar af fjármálaráðuneytinu og að þær mundu valda skerðingu lífeyris frá almannatryggingum. Þessu mótmælti Landssamband eldri borgara og vildi ,að þetta yrði greitt út hjá TR eins og annar lífeyrir almannatrygginga. 60+ í Samfylkingunni var sammmála skoðun LEB.60+ samþykkti,að umræddar 25 þús. kr. yrðu hækkun á lífeyri aldraðra frá TR. Þá hefði engin skerðing orðið. Ríkisstjórni vildi ekki samþykkja þessa framkvæmd. Hún vildi,að 25 þús. krónurnar sættu skerðingu og raunar sköttum einnig.
Með því,að lífeyrisþegar fengu ekki sömu hækkun og lægst launaða verkafólk í feb. sl. fengu aðeins 7,4% hækkun ,þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16% þá lækkaði lífeyrir sem hlutfall af lágmarkslaunum frá því í fyrra,þ.e. fór úr 100% hlutfalli í 94% af lágmarkslaunum.Hér skipti auðvitað máli, (eftir 1.júlí) að 25 þús kr. voru ekki lífeyrir frá TR heldur uppbót sem fjármálaráðherra greiddi.Úr þessu var bætt með reglugerð félagsmálaráðuneytis,sem ákvað,að 25 þús. krónurnar skyldu teljast með tryggingabótum,þegar metin væri lágmarksframfærslutrygging aldraðra.Eftir útgáfu reglugerðarinnar fór lífeyrir aldraðra í 103% af lágmarkslaunum þó lífeyrir væri aðeins hækkaður um 1484 kr. á mánuði.
Það skiptir eldri borgara engu máli hvað stjórnvöld kalla greiðslur til þeirra. Það sem skiptir aldraða máli er hvað þeir fá í vasann. Og nú fá þeir 130 þús. eftir skatta ( einhleypingar) Af þessu eiga þeir að lifa.Það er erfitt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það þykir kannske óviðeigandi að láta svona út úr sér en fá hælisleitendur ekki 7 þúsund kr. á dag eða var það meira. Annars er þetta frekar vandmeðfarið mál.
Gáfnaljósið (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.