Skúli Thor: Davíð verður að víkja

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar segir að ummæli Davíðs Oddsonar í viðtali á Stöð 2 á fimmtudag séu ekki samboðin seðlabankastjóra. Hann segir einnig að eigi krónan að eiga möguleika til framhaldslífs verði að skipta um áhöfn í Seðlabankanum. Í viðtalinu talaði Davíð meðal annars að hörð atlaga væri gerð að krónunni, sem sé afskaplega ógæfuleg og óskiljanleg. Hana geri lýðskrumarar af versta tagi sem hann hafi skömm á og fyrirlitningu.

Í Silfri Egils í dag sagði Árni Páll ljóst að framganga seðlabankastjóra ætti að vera til fyrirmyndar og til samræmis við stefnu bankans. Að mati Árna eru ummæli Davíðs í viðtalinu ekki samboðin seðlabankastjóra „sem á að vinna í lýðfrjálsu ríki að framkvæmd peningamálastefnunnar."

Hann sagði einnig að ekki væri hægt að afgreiða alla þá menn sem hafa velt upp spurningum um framkvæd stefnunnar sem lýðskrumara. „Mér finnst ekki málefnalegt að nálgast málið með þessum hætti," sagði Árni.

Þingmaðurinn sagðist sammála Geir H. Haarde um nauðsyn þess að endurmeta peningastefnuna og hann bætti því við að ef krónan eigi að eiga möguleika á að lifa af sem sjálfstæður gjaldmiðill þá verði að skipta um áhöfn í Seðlabankanum.( visir.is)

Skúli  Thoroddsen framkvæmdastjóri  Starfsgreinasambandsins sagði,að peningamálastefna Seðlabankans hefði mistekist og áhöfnin yrði að víkja. Davíð yrði að fara.

 

Björgvin Guðmundsson

t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband