Unga fólkið vill,að útlendingar hafi lægri laun!

Ríflega þriðjungur svarenda á aldrinum 18 til 35 ára í könnun sem Félagsvísindastofnun vann fyrir ASÍ telur eðlilegt að Íslendingar njóti betri kjara á vinnumarkaði en fólk af erlendum uppruna. Þessi niðurstaða stingur í stúf við önnur svör sem leiddu m.a. í ljós að langflestir töldu að ASÍ ætti að leggja áherslu á launa-, jafnréttis- og mannréttindamál í starfi sínu.

„Þetta er verulegt áhyggjuefni,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, um afstöðu fjölda svarenda til launakjara erlendra starfsmanna. „Það skiptir mjög miklu máli að missa ekki dampinn í umræðunni um „Einn rétt og ekkert svindl“ sem var yfirskrift hennar á sínum tíma. Þessi viðhorf gefa fullt tilefni til að velta því fyrir sér hvað þetta unga fólk er að hugsa.(mbl.is)

Þessi niðurstaða bendir til fáfræði unga fólksins. Það gerir sér ef til vill ekki grein fyrir því,að útlendingar sem vinna hér eiga að vinna samkvæmt íslenskum samningum.Margir  atvinnurekendur hafa leikið þann leik að borga útlendingum lægri laun en Íslendingum. Með því eru þeir að fara á svig við samninga. Þessi framkvæmd er svo algeng,að margir Íslendingar telja sjálfsagt,að útlendingar hafi lægri laun. Það þarf að stórauka fræðslu um þessi mál.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Telja eðlilegt að útlendingar séu með lakari laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Unga fólkið (ætli ég sé ekki þar með talin enda ekki orðin 35 ) virðist ekki gera sér grein fyrir því að þetta grefur undan öllum launum, líka Íslendinganna. Þetta getur aukið atvinnuleysi hjá Íslendingum, því ef atvinnurekendur komast upp með að borga erlendu vinnuafli lægri laun en Íslendingum þá ráða þeir frekar erlent vinnuafl. Það er bara svo einfallt. Að lokum leiðir þetta til þess að Íslendingar sættast á þessi laun, bara til að fá vinnu. Held að þetta sé eitthvað sem fólk spáir ekki alltaf í. Þ.e. hvaða afleiðingar þetta getur haft í för með sér til lengdar.

Sigrún (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 10:33

2 Smámynd: Björgvin Jóhannsson

Sæll nafni.

Þú og fleiri ættuð að fara varlega í upphrópunum og æðibunugangi.  Ef þú lest fréttina var það þriðjungur fólks á aldrinum 18-35 sem svaraði svona, svo það er út í hött að hrópa "Unga fólkið!!".

 Væntanlega er hluti skýringarinnar samskiptaörðugleikar.  Það er mun meira umstang að hafa fólk í vinnu sem skilur illa/ekki þegar verið er að útskýra verk fyrir þeim.  Það tekur tíma og fyrirhöfn, og eins þarf oftar að athuga hvort þau séu að gera þá hluti sem átti að gera eða hvort einhver misskilningur kom upp, og eins tíminn sem fer í að leiðrétta þann misskilning og vinna upp tilætlað verk.

Kveðja,

 Björgvin Jóhannsson

Björgvin Jóhannsson, 22.9.2008 kl. 11:15

3 Smámynd: Púkinn

Ef útlendingarnir geta ekki sinnt vinnunni jafn vel og Úslendingar, t.d. vegna tjáskiptaerfiðleika, þá - já þá er eðlilegt að þeir hafi lægri laun.  Ef þeir skila sinni vinnu jafn vel og Íslendingarnir er eðlilegt að þeir hafi sömu laun.  Ef þeir skila henni betur en Íslendingarnir er eðlilegt að þeir séu betur launaðir.

Púkinn, 22.9.2008 kl. 11:52

4 Smámynd: K Zeta

Við erum hópdýr og ekkert óeðlilegt við það sem kemur fram í þessari könnun.  Að halda öðru fram er undirlægjuháttur og hræsni.

K Zeta, 22.9.2008 kl. 11:54

5 identicon

Unga fólkið vill að þú lærir að nota kommuna.

En í alvöru talað þá megum við ekki gleyma að þessi viðhorf finnast einungis hjá þriðjungi „ungs fólks“. Bardaginn er ekki tapaður.

Sjálf væri ég vel til í að sjá niðurstöður úr sambærilegri könnun meðal „eldra fólks“. Ætli munurinn sé stórvægilegur?

Helga (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband