Geir og Ingibjörg Sólrún tala fyrir kosningu Íslands í Öryggisráðið

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra munu tala fyrir framboði Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í New York þessa vikuna. Þar fer nú fram svonefnd ráðherravika allsherjarþings SÞ, dagana 22. - 27. september, en allsherjarþingið sjálft verður sett á morgun í 63. skiptið. 

Þar munu ráðherrarnir hitta þjóðarleiðtoga og aðra ráðamenn sem sækja þingið. Á föstudaginn mun forsætisráðherra flytja aðalræðu fyrir Íslands hönd og funda eftir það með Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra SÞ.  Hann mun einnig leiða fund smærri ríkja um nýjar umhverfisógnir, miðvikudaginn 24. september og verður þann sama dag heiðursgestur við lokunarathöfn verðbréfamarkaðar NASDAQ.
Þá mun forsætisráðherra ávarpa fund um framkvæmd Þúsaldarmarkmiða SÞ fimmtudaginn 25. september og eiga fundi með fulltrúum úr viðskiptalífi og háskólum.(mbl.is)

Horfur á að Ísland vinni sæti í Öryggisráðinu eru góðar. Verður það mikill heiður fyrir Íslands,ef það fær sæti í ráðinu.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Tala fyrir framboði Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband