Þriðjudagur, 23. september 2008
Er verið að bola Jóhanni Ben. úr embætti?
Dómsmálaráðherra hefur tilkynnt Jóhanni Benediktssyni,sýslumanni á Reykjanesi , að embætti hans verði auglýst laust til umsóknar.Hann verður þá búinn að vera 5 ár í embætti.Oft er það svo,að ef ekki á að skipta um mann,þá er ráðning framlengd án auglýsingar.Þannig var þetta með embætti ríkislögreglustjóra. Ráðning Haraldar ríkislögreglustjóra var framlengd án auglýsingar.Þess vegna er líklegt,að Björn Bjarnason,dómsmálaráðherra,ætli að láta Jóhann hætta og skipa annan í hans stað. Jóhann hefur staðið sig vel í starfi og þess vegna kemur þetta á óvart.En þegar dóms-málaráðherra vildi skipta embætti sýslumanns og lögreglustjóra á Reykjanesi upp mótmælti Jóhann því., Hann hafði byggt embættið upp sem sameinað,eitt embætti og taldi ,að þannig ætti að halda því. Ef til vill hefur Birni Bjarnasyni mislíkað,að Jóhann skyldi taka ákveðna afstöðu gegn þessari breytingu og ætlar nú að láta hann gjalda þess. Ef svo er komið á Íslandi,að menn megi ekki hafa sjálfstæðar skoðanir þá er illa komið fyrir okkur.Við búum ekki í Sovetríkjunum. Við búum á Íslandi og hér eiga menn að geta tjáð skoðanir sínar án þess að vera reknir úr embætti.
Björgvin Guðmundssonn
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.