Verður seta í Öryggisráðinu Íslandi til góðs?

Góðar horfur eru nú á því,að Ísland fái sæti í Öryggisráði Sþ. Kosið verður í ráðið í næsta mánuði.Þegar ákveðið var,að Island mundi bjóða sig fram til setu í ráðinu var það mjög umdeilt hér á landi. Margir töldu hér um hreint bruðl að ræða og að nota mætti peningana betur í annað en  í kostnað við framboð.Málsmetandi sjálfstæðismenn  tóku undir þessa gagnrýni. En þegar frá leið þögnuðu gagnrýnisraddir og nú virðist þjóðin nokkuð einhuga um málið.

En hvaða þýðingu hefur það fyrir Ísland að fá sæti í Öryggisráðinu. Það hefur mikla þýðingu.Ísland verður þar fulltrúi Norðurlanda og getur haft áhrif á mikilvægar áhvarðanir í alþjóðamálum.Ísland verður að gæta þess að láta ekki stórveldin ráðskast með sig þegar greiða á atkvæði í Öryggisráðinu. Sú var tíðin,að Bandaríkin  höfðu Ísland í vasanum í alþjóðamálum. En það er liðin tíð. Ingibjörg Sólrún,utanríkisráðherra,hefur gert sér far um að móta sjálfstæða utanríkisstefnu og hefur hún ferðast til átakasvæða til þess að kynna sér málin frá fyrstu hendi. Hún hefur sérstaklega lagt áherslu  á mannréttindamál og jafnréttismál og ef til vill getur Ísland látið að sér kveða í þeim málum eftir að Ísland er komið í Öryggisráðið.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband