Bush vill verja 700 milljörðum $ gegn fjármálakreppunni

George W. Bush bandaríkjaforseti segir að Bandaríkjamenn verði að styðja víðtækar aðgerðir til bjargar fjármálamörkuðum til að vinna gegn „alvarlegri fjármálakreppu“. Verði ekki brugðist við nú muni það kosta meira síðar. Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi forsetans sem hann hélt í gærkvöldi að bandarískum tíma.

Í frétt BBC af ávarpi forsetans kemur fram að hann hafi boðið forsetaframbjóðendunum John McCain og Barack Obama í Hvíta húsið á fimmtudag til að ræða björgunaraðgerðir sem kosta munu 700 milljarða bandaríkjadala. Keppinautarnir hafa samþykkt að fresta sjónvarpskappræðum um efnahagsvandann.(mbl.is)

Bush sagði,að hann væri stuðningsmaður einkaframtaks og undir   eðlilegum kringumstæðum andvígur íhlutun ríkisins  i markaðinn  en nú væru ekki eðlilegar kringumstæður. Markaðurinn væri ekki að virka eðlilega. Í fyrsta sinn er ég sammmála Bush. Ég tel,að  þetta mikla fjárframlag  bandaríska ríkisins geti rétt markaðinn af og afstýrt  meiriháttar  fjármálakreppu.. En þingið hefur efasemdir og ekki sér enn fyrir endann á því hvort tillögur Bush verða samþykktar á þinginu.

 

Björgvin Guðmundsson 

  •  

mbl.is Efnahagslífið í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg rétt hjá honum og það er enginn ágreiningur um það eftir því sem ég fæ best séð. Það er kaldhæðnin við þetta og óréttlætið sem fer fyrir brjóstið á mönnum, ekki spurningin um hvort þetta eigi eftir að virka eða ekki, þ.e. ef ég skil umræðuna rétt. Hvergi hef ég enn lesið eða heyrt mann segja að þetta muni ekki virka. Það krítískasta sem ég hef lesið er spurningin, "700 milljarðar dollara, er það nóg?" - en enginn efast um að viðbrögðin séu rétt ef sanngirni og kapítalísk hugsjón séu einfaldlega hunsuð.

En það er það kaldhæðnislega við þetta allt saman. Þetta er það sem kaninn kallar "corporate socialism", þ.e. sósíalismi fyrir fyrirtækin, en kapítalismi fyrir einstaklingana. Rökstuðningurinn er auðvitað sá að almenningur hafi beina hagsmuni af því að bankarnir fari ekki á hausinn, og það er alveg rétt, en almenningur hefur nákvæmlega sömu hagsmuni af því að fara ekki á hausinn á eigin spýtur, þannig að allir helstu punktar kapítalista gegn sósíalisma virðast farnir út í veður og vind, allavega lýðræðislegum sósíalisma, vitaskuld ekki vitfirrta brjálæðinu sem er kallað kommúnismi.

Ég hef lesið margar greinar eftir þig í Morgunblaðinu og þykir alltaf gaman að lesa álit þitt, Björgvin. Segðu mér því skoðun á eftirfarandi fullyrðingu:

"Það verður að vera ríkisrekinn banki til þjónustu við einstaklinga."

Er fullyrðingin rétt eða röng að þínu mati? Spyr sá sem ekki veit.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 12:09

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Helgi!

Ég tel,að ekki hefði átt að einkavæða alla ríkisbankana. Ég tel,að halda hefði átt einum banka í eigu ríkisins.Það eru ýmis rök fyrir því: Slíkur banki hefði getað sinnt einstaklingum betur og landsbyggðinni en einkabankarnir hafa látið "útrás" og brask sitja í fyrirrúmi og það' er nú komoð í ljós,að þeir hafa farið offfari í erlendum lántökum og eiga ´nú erfitt  með að greiða af þessum lánum  sínum.Ríki og Seðlabanki hafa áhyggjur af bönkunum.Þorvaldur Gylfason hagfræðingur telur,að þeir,sem keyptu bankana, hafi ekki kunnað nægilega til bankareksturs. Svar mitt er já: Ég tel,að einn bankanna eigi að vera í höndum ríkisins.

Með kveðju

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 25.9.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband