Íhaldið og Össur ánægt með tillögu Helga Hjörvar

Hugmynd er mjög áhugaverð,“ segir Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, um tillögu Helga Hjörvar, alþingismanns Samfylkingarinnar, í grein í Morgunblaðinu í gær þess efnis að selja Kárahnjúkavirkjun og fleiri virkjanir ríkisins. Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í sama streng.

Össur Skarphéðinsson segir að öllu máli skipti að orkulindirnar sjálfar verði ekki seldar og það sé tryggt með nýju orkulögunum. „Þetta er möguleiki, sem ég myndi skoða mjög nákvæmlega, ef tillögur kæmu upp um það,“ segir iðnaðarráðherra og bætir við að málið hafi ekki verið rætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar.

Kristján þór Júlíusson segir að sjálfsagt sé að skoða þessar hugmyndir um sölu frá öllum hliðum. Þetta hljómi ágætlega við það sem komið hafi fram í umræðunni hjá forsætisráðherra og Pétri Blöndal á Alþingi. Hins vegar hafi hann fyrirvara á auðlindasjóði.(mbl.is)

Árni Mathiesen fjármálaráðherra er ánægður með tillöguna svo og Friðrik Sophusson fyrrverandi fjármálaráðherra og forstjóri Landsvirkjunar.Og ekki kemur á óvart,að Pétur Blöndal  sé ánægður með tillöguna,mesti hægri maðurinn á alþingi.

En hugmynd eða tillaga um að selja rekstur virkjananna til einkaaðila hefur aldrei verið samþykkt í Samfylkingunni. En það skiptir kannski engu máli , ef Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir þetta!

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Össur: Áhugaverð hugmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Björgvin.

Hvert er flokkurinn okkur að fara? Hvar er jafnaðarstefnan? Hvar er hin samfélagslega ábyrgð? Er það í anda jafnaðarstefnunnar að selja eigur okkar til auðmanna, henda milljörðum í hernaðarleiki, einkavæða heilbrigðiskerfið?

Hafa forustumenn Samfylkingarinnar gleymt jafnaðarstefnunni? Hvenær hafa almennir flokksmenn verið spurðir um þessa stefnu? Er Samfylkingin að verða hægri jafnaðarmannaflokkur? eða svokallaðir frjálslyndir jafnaðarmenn? Og þar með talsmenn einkavæðingar, misskiptingar, og óréttlætis? Er Jóhanna eini jafnaðrmaðurinn í ríkisstjórininni?

Spyr sá sem ekki veit.

Sigurður Einarsson (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband