Fimmtudagur, 25. september 2008
Kópavogur styður Guðjón Arnar
Stjórn bæjarmálafélags Frjálslynda flokksins í Kópavogi lýsir yfir eindregnum
stuðningi og trausti á störf Guðjóns Arnars Kristjánssonar formanns Frjálslyndaflokksins.
Guðjón Arnar hefur alltaf starfað af miklum heillindum að málefnum flokksins. Stjórnin hvetur Guðjón til áframhaldandi forystu," að því er segir í yfirlýsingu frá stjórn bæjarmálafélags Frjálslynda flokksins í Kópavogi.(mbl.is)
Mér kemur ekki á óvart,að frjálslyndir í Kópavogi skuli styðja Guðjón Arnar. Guðjón er mjög vandaður maður og mér virðist hann hafa staðið sig vel sem formaður.En það er verið að undirbúa byltingu í flokknum.Nokkrir menn eru að reyna að ná völdum í flokknum og þeir vilja m.a. losna við Guðjón Arnar sem formann og þeir vilja líka losna við Kristin Gunnarsson.Flokkurinn er það lítill að hann þolir ekki hinn minnsta klofning. Hætt er því við því að mikil átök í flokknum og barátta um völd muni ríða honum að fullu.
Björgvin Guðmundsson
Styðja Guðjón Arnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég get sagt þér það Björgvin að það er oft flag undir fögru skinni og vonandi kemur sannleikurinn í ljós. Það er ekkeret með að fólk hafi ekki staðið á bak við Guðjón Arnar það hafa allir gert að fáum undanteknum sem vilja Sigurjón þarna inn. Guðjón Arnar verður þá að vinna af heillyndum og takast á við það sem er að gerast. Það er engin formaður floks sem lætur hlutina vera eins og þeir hafa verið í FF. Því miður. Nú er staðan orðin þannig að hún verður að koma fram í dagsljósið,
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 25.9.2008 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.