SA kynna sér kosti og galla aðildar að ESB

Forysta Samtaka atvinnulífsins heimsækir Evrópusambandið í Brussel í byrjun næstu viku. Samtökin munu hitta og ræða við valda aðila innan og utan ESB. „Ferðin er liður í umræðum innan aðildarsamtaka Samtaka atvinnulífsins um kosti og galla aðildar Íslands að Evrópusambandinu,“ segir Þór Sigfússon, formaður SA.  „Markmið okkar með þessari ferð eru að fá nánari vitneskju um hvernig evrópsku atvinnulífi farnast innan ESB, hver sé líkleg þróun ESB á næstu árum og hvernig efla megi samskipti íslensks atvinnulífs og ESB,“ að því er segir í tilkynningu.

 

Fjölmörg málefni verða til umfjöllunar, m.a. gjaldmiðilsmál, sjávarútvegsmál, aðgangur að innri markaði ESB og orkumál ásamt mikilvægi rannsókna og nýsköpunar. Þá munu fulltrúar SA kynna sérstaklega árangur íslensks atvinnulífs á liðnum misserum. 

„Við Íslendingar eigum að leggja miklu meiri rækt við að kynna á vettvangi ESB árangur okkar  á ýmsum sviðum atvinnulífsins og hvað megi læra af honum. Þar standa upp úr mál eins og stjórnun fiskveiða og rekstur í sjávarútvegi ásamt árangri okkar í orkumálum. Þá hef ég fundið fyrir miklum áhuga forystu atvinnulífsins í ýmsum Evrópuríkjum á árangri okkar í uppbyggingu nýrra háskóla sem atvinnulífið hefur komið beint að hérlendis,“ segir Þór, í tilkynningu.

 

Formaður Samtaka atvinnulífsins undirstrikar í tilkynningunni að Íslendinga hafi mikinn hag af því að árangur landsins sé kynntur á vettvangi Evrópusambandsins.  „Þannig styrkjum við stöðu okkar og eflum um leið  samskipti við ESB.“(mbl.is)

Það  er vel til fallið,að Samtök   atvinnulífsins  kynni    sér ESB frá ölllum hliðum.Það   getur þurft að taka afstöðu til  aðildarumsóknar fyrr en varir.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

Fara til baka T


mbl.is Kostir og gallar aðildar rædd í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband