Ríkið yfirtekur Glitni

Ríkið hefur yfirtekið Glitni með því að kaupa 75% í  bankanum. Alls leggur ríkið 84 milljarða í bankann.Glitnir snéri sér til Seðlabankans í síðustu viku og  óskaði aðstoðar vegna erfiðleika í rekstrinum.Davíð Oddsson bankastjóri  Seðlabankans sagði í morgun,að Glitni hefði ekki lifað áfram ef aðstoð hefði ekki komið til .

Þetta

sýnir hvað skammt er milli lífs og dauða í bankarekstri. Þorvaldur Gylfason prófessor sagði nýlega,að ríkið ætti að kaupa alla bankana og setja þá síðan í hendurnar á mönnum,sem kynnu að reka banka. Hann hefur gagnrýnt hvernig staðið var að sölu bankanna og hverjir fengu að kaupa þá. 

Ekkert hafði spurst um það,að Glitni væri mjög illa staddur. En vitað er,að allir bankarnir hafa tekið mikið af erlendum lánim og farið ógætilega í því. Nú gengur illa að borga af þessum lánum. Trúlega hefur Glitnir komist í þrot af þeim orsökum.Tilkynning kom frá Kaupþingi í dag þess efnis,að bankinn stæði vel og þyrfti ekki aðstoð.Ekkert hefur heyrst frá Landsbankanum.

 

 

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson

 

i


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband