Eru vandræði Glitnis sök Seðlabankans?

Glitnir á að borga 150 millj. evra 15.oktober. Einn af viðskiptabönkum Glitnis lánaði Seðlabankanum 300 millj. evra. Sá banki neitaði Glitni um lán eða framlengingu á láni þrátt fyrir góð orð áður og sagði,að Glitnir gæti leitað til Seðlabankans. Seðlabankinn neitaði og vildi heldur þjóðnýta bankann eins og Þorsteinn Pálsson orðar það.

Það er  eitthvað gruggugt við þetta.Er það stefna ríkisstjórnarinnar að þjóðnýta  bankana ef þeir lenda í vandaræðum. Umræðan áður var á þann veg,að það væri gott að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans verulega svo erlendir bankar vissu af   því, að Seðlabankinn og ríkið gætu hlaupið undir bagga ef allt um þryti. Í því sambandi var talað um kaup á skuldabréfum af bönkunum og ýmis konar lánveitingar en aldrei var talað um  að yfirtaka bankana eða kaupa ráðandi hlut í þeim.Hvað hefur breyst?

 

Björgvin Guðmundssin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband