Gengið féll um 3% í dag

Mikið óvissuástand ríkir í íslenska hagkerfinu. Gengi krónunnar féll um tæp 3 % í dag. Samráðshópur ráðuneyta, Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins um fjármálaáföll hefur verið kallaður saman.

Lítil viðskipti voru með íslensku krónuna í gjaldeyrisviðskiptum í dag. Krónan hefur verið í frjálsu falli undanfarna daga og inngrip ríkisins í Glitni virðist ekki hafa styrkt stöðu krónunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu úr bankaheiminum hefur sú hugmynd verið viðruð að Seðlabanki stöðvi algerlega gjaldeyrisviðskipti með krónuna. Ekki hefur fengist staðfest hvort það hafi verið rætt formlega við seðlabanka eða stjórnvöld.

Stjórnendur Seðlabanka Íslands hafa setið  á fundum í allan dag samkvæmt svörum sem þar fengust og hafa ekki gefið sér tíma til að svara spurningum fréttastofu.   

Heimildir fréttastofu herma að staða Landsbankans og Kaupþings hafi versnað eftir kaup ríkisins á 75% hlutafé í Glitni og að nú leiti bæði bankamenn og stjórnvöld leiða til að treysta stöðuna.  Dow jones fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum sænska SEB bankans að ef Kaupþingsbanki yrði seldur erlendum fjárfestum myndi það leysa fjármálakreppu íslendinga á einu bretti.  Stjórnendur Kaupþings segja hinsvegar að engar viðræður um sölu bankans til erlendra aðila hafi farið fram.  

Önnur leið væri að styrkja gjaldeyrisstöðuna samkvæmt heimildum fréttastofu með því að lífeyrissjóðir losi erlendar eignir sem nemi allt að 500 milljörðum króna og hluta þeirra yrði veitt í hagkerfið.  Einnig hefur verið bent á að leita mætti til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem veitir neyðarlán til ríkja sem standa illa fjárhagslega.  Björn Ólafsson hjá Alþjópða gjaldeyrissjóðnum sagði í dag engar upplýsingar hafa um hvort samið hefði verið við sjóðinn um lán og vísaði að öðru leiti til seðlabankans. Allir heimildarmenn fréttastofunnar eru sammála um að fyrir helgina hljóti stjórnvöld að kynna aðgerðir til að treysta stöðu efnahagslífisins.  Forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld.  (ruv.is)

Ljóst er,að það er orðið mjög brýnt að fá stórt gjaldeyrislán. Þegar hefur orðið vart vissra erfiðleika í innflutningi vegna skorts á gjaldeyri.Forstjóri N1 sagði   í kvöld,að landið gæti fljóltega orðið olíulaust,ef ekki rættist úr málum.

 

Björgvin Guðmundsson


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kíktu á mínar hugmyndir Björgvin...kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband