Föstudagur, 3. október 2008
Þorsteinn Már mælir með ríkisvæðingu Glitnis
Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvetur alla hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð íslenska ríkisins um kaup á nýju hlutafé í Glitni banka að upphæð 600 milljónir evra.
Yfirlýsingin er eftirfarandi:
Ég hvet alla hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð íslenska ríkisins um kaup á nýju hlutafé í Glitni banka að upphæð 600 milljónir evra. Ég tel rétt að allir hluthafar bankans, stórir og smáir viti þessa skoðun mína. Ég treysti því að ríkisvaldið muni koma til móts við hluthafana sem verða fyrir tjóni vegna þessarar ráðstöfunar og bjóði þeim sanngjarnt úrræði sem geti á komandi árum dregið úr þessu tjóni. Ég tel að ekki sé lengur nein óvissa um það, að eftir hluthafafund Glitnis í næstu viku verði bankinn í meirihlutaeigu íslenska ríkisins og þar með afar traustur banki. Ég tel ljóst að með þessum hætti eru allar innistæður viðskiptavina bankans tryggðar.
Stjórn Glitnis og stærstu hluthafar hafa þegar lýst því yfir að þeir muni styðja þá tillögu að ríkið kaupi hlut í Glitni banka og að þeir muni greiða atvæði með þeirri tillögu á hluthafafundi Glitnis sem haldinn verður 11. þessa mánaðar.
Mér finnst einnig brýnt að aðilar slíðri sverðin og einbeiti sér að því að skapa ró um Glitni. Það þjónar hagsmunum allra hluthafa Glitnis og viðskiptavina og dregur úr óvissu sem hefur mjög neikvæð áhrif á markaði við núverandi aðstæður.
Ég fagna sérstaklega orðum forsætisráðherra þar sem hann ítrekaði að innistæðueigendur okkar hér á landi þyrftu ekki að óttast sinn hag, ríkið myndi tryggja sparifjáreigendur. Það væri ástæðulaust að óttast það að innistæður hér á landi væru ekki nægilega tryggar. Eins fagna ég orðum seðlabankastjóra þar sem hann tók í sama streng.
Þorsteinn Már Baldvinsson,
stjórnarformaður Glitnis banka hf." (mbl.is)
Stórir hluthafar Glitnis sögðust ætla að leita annarrra leiða til þess að koma í veg fyrir ríkisvæðingu Glitnis.Yfirlýsing Þorsteins Más bendir til þess að hluthöfum hafi ekki tekist að útvega nægilegt fé til þess að leysa vandann án aðstoðar ríkisins. Þorsteinn Már gagnrýndi einnig í kastljósi harðlega málsmeðferð Seðlabankans þegar unnið var að málinuþ
Björgvin Guðmundsson
Hvetur hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.