Óvarlegt tal Gylfa Magnússsonar

Gylfi  Magnússon dósent sagði í viðtali við Mbl. í morgun,að Ísland gæti orðið gjaldþrota ef fjármálamarkaðir opnuðust ekki fljótlega. Þetta er mjög óvarlega  tal af af dósent við Háskólann.Allar líkur eru á því að Ísland geti fengið lán hjá einhverjum erlendum seðlabanka.Ef allt um þrýtur getur Ísland fengið  lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Honum er skylt að veita Íslandi aðstoð ef þörf krefur.Það er að vísu svo,að efnuð ríki eins og Ísland leita yfirleitt ekki aðstoðar  þar en nauðsyn  brýtur "lög". Dósentinn hefur skotið almenningi skelk í bringu með óábyrgu tali.

Einnig hafa blöðin verið að skrifa um yfirvofandi vöruskort ,þar eð ekki sé til nægur gjaldeyrir. En í Seðlabankanum er til nægur gjaldeyrisvarasjóður fyrir 8-9 mánaða innflutning án þess nokkrar útflutningstekjur komi á móti. Það á ekki að hræða almenning að óþörfu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband